Við notum eingöngu eðalmálma í allri okkar framleiðslu. Hér fyrir neðan geturðu lesið meira um efninviðinn sem lýsir handbragði og gæðum Noora.
18K GULL VERMEIL
Gull vermeil (borið fram ver-mei) er sérstök tegund af gullhúðun sem felur í sér að þykkt lag af gulli er húðað á 925 sterling silfur. Til að teljast vermeil þarf gulllagið að vera að minnsta kosti 2,5 míkron þykkt.
Við notum 18k gull vermeil sem er 3 míkron að þykkt, það er 6x þykkara en standard gullhúð.
925 STERLING SILFUR
Silfurskartgripirnir okkar eru gerðir úr 925 sterling silfri, sem samanstendur af 92,5% hreinu silfri og 7,5% öðrum málmum. 925 sterling silfur er alþjóðlegur staðall fyrir hágæða silfur þar sem hreint silfur er of mjúkt.
Ródíumhúðin veitir verndandi lag sem lágmarkar oxun og hjálpar skartgripunum að viðhalda upprunalegum glans og gljáa. Ródíumhúðunin eykur einnig "hypoallergenic" eiginleika skartgripanna og gerir það að verkum að það hentar vel einstaklingum með viðkvæma húð.
14K GULL
14k gull er fullkomið fyrir hágæða skart, sem endist kynslóð eftir kynslóð. 14k gull samanstendur af 58,3% hreinu gulli. Þar sem hreint gull er mjög mjúkt, er það blandað með öðrum málmum fyrir styrk og endingu.
Hvernig er best að hugsa um skartið þitt
- Best er að geyma hvern skartgrip sér svo þeir rispist ekki eða flækist. Helst í upprunalega boxinu eða poka.
- Forðist snertingu við ilmvötn, krem eða önnur efni. Efni geta valdið oxun eða skemmdum á skartinu. Skartgripir ættu að vera það síðasta sem þú setur á þig þegar þú ert að gera þig til.
- Forðastu að fara með skartgripi í sturtu, sund, þegar þú svitnar eða þværð þér um hendurnar. Það er best að halda skarti þurru og burt frá raka til að koma í veg fyrir að það falli á það.
- Geymið fjarri hita eða beinu sólarljósi. Geymið á dimmum, köldum og þurrum stað.
- Fjarlægðu skartgripi áður en þú ferð að sofa eða tekur þátt í líkamsrækt þar sem högg geta valdið rispum, flækjum eða skemmdum á skarti.
- Hægt er að fægja skartgripina varlega með mjúkum lólausum klút. Forðist að offægja húðaða skartgripi þar sem það getur eytt húðinni. Ef skartgripirnir þínir þurfa ítarlegri hreinsun geturðu látið þá liggja í skál með vatni og mildri uppþvottasápu, notaðu mjúkan bursta til að fjarlægja uppsöfnuð óhreinindi og endurheimta gljáa. Skolið sápuna af með köldu vatni áður en skartið er þurrkað.
- Gullhúð getur eyðst af með tímanum. Þar sem skartgripirnir okkar eru úr eðalmálmum er hægt að endur-húða þá ef þörf er á.