Sjálfbærni
Markmið NOORA er að framleiða hágæða skartgripi. Að okkar mati er ekki hægt að tala um gæða vöru nema framleiðslan fari fram með sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð að leiðarljósi. Svona fléttum við sjálfbærni inn í alla þætti vörumerkisins okkar:
Vistvæn Efni:
Allt okkar skart úr 925 sterling silfri og 18k gull vermeil er framleitt úr 100% endurunnu silfri. Endurunnið 925 sterling silfur er alveg á pari við nýtt 925 sterling silfur hvað gæði varðar en hefur það framyfir nýtt að það dregur úr umhverfisáhrifum og stuðlar að hringrásar hagkerfi.
Ábyrg Framleiðsla:
Við erum stolt af því að starfa með framleiðendum sem deila gildum okkar hvað varðar samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. Báðir framleiðendurnir okkar eru stoltir meðlimir Responsible Jewellery Council (RJC). Aðild að því er vottun um að farið er eftir ströngum siðferðislegum, samfélagslegum og umhverfisstöðlum í öllu framleiðsluferlinu.
Við notum eingöngu demanta sem eru vottaðir átakalausir samvkæmt Kimberley Process og standast staðla RJC.
Vistvænar Umbúðir
Okkur finnst mikilvægt að nota umhverfisvænar pakkningar. Yfir 80% af pappaumbúðum okkar eru Forest Stewardship Council (FSC) vottaðar. Þessi vottun tryggir að pappinn komi frá ábyrgum skógum, sem stuðlar að verndun og sjálfbærri skógrækt.
Sjálfbærni Markmið Okkar
Við vitum að við erum ekki fullkomin þegar kemur að sjálfbærni, heldur áttum við okkur á að það er áframhaldandi vegferð þar sem alltaf má gera betur. Við erum staðráðin í að halda áfram að innleiða vistvænar aðferðir, allt frá efni til afhendingar. Markmið okkar er ekki eingöngu að búa til fallega skartgripi heldur að gera það með ábyrgri og siðferðislegri nálgun.